564 4050

Svavar Sigursteinsson

Svavar er með yfir 18 ára reynslu af þjálfun bæði á Íslandi og í USA. Train With Intensity (TWI) er æfingaraðferð sem Svavar hannaði á meðan hann bjó í Bandaríkjunum (2006-2014). TWI er hannað til að hámarka líkamsræktarárangur og er samblanda af styrk- og þolæfingum. Einblínt er á alhliða þjálfun sem byggir upp sterkan og heilbrigðan líkama.

Svavar passar upp á að viðhalda breytileika í æfingum sem eykur líkur á að fólk haldi sig við efnið og haldi líkamsræktinni áfram. Það er ekkert leiðinlegra en að endurtaka sömu plötuna aftur og aftur. TWI er sérstaklega skemmtilegt fyrir tvo eða fleiri æfingafélaga.

Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn þá átt þú eftir að komast í þitt allra besta form. Svavar leggur mikinn metnað í að veita fólkinu sínu frábæra þjónustu með það að markmiði að allir nái árangri.

Svavar er einnig í nánu samstarfi við Guðmund kírópraktor hjá Kírópraktorastofu Íslands. Saman vinna þeir að því að sjá til þess að kúnnarnir þeirra nái sem skjótasta bata.

Svavar Sigursteinsson

Einkaþjálfari
787-0097

Vinsælt

Ganga frá áskrift

Diskó Fimi - NÝTT

Crossfit Grunnur | 8. apríl

CrossFit Comeback | 17. & 18. feb

SkillRow Róðratímar - Hefjast 6. feb

Mömmuleikfimi | 3. apríl